Rótarýdagurinn - 23. febrúar 2025

mánudagur, 20. janúar 2025

Jón Karl Ólafsson

Rótarýdagurinn verður haldinn hátiðlegur þann 23. febrúar n.k. og við vijum nýta daginn til að kynna starfsemi Rótarý.  Þessi dagur markar 120 ára afmæli Rótarýstarfs í heiminum, því að fyrsti Rótarýfundurinn var haldinn að frumkvæði Paul Harris þennan dag árið 1905.

Umdæmið mun reyna að kynna starf Rótarý í fjölmiðlum í kringum Rótarýdaginn.  Það er þó gert ráð fyrir, að klúbbar og félagar í þeim muni að mestu sjá um framkvæmd á kynningum og viðburðum í nærumhverfi sínu í kringum daginn.

Það er rétt að hafa eftirfarandi í huga, þegar dagurinn er skipulagður og kynntur:

  • Rótarýhreyfingin er ein stærstu mannúðarsamtök í heimi og sinna mikilvægum verkefnum í nærumhverfi og víða um heim
  • Rótarýsjóðurinn er mikilvægt tæki, sem nýtist til mannúðarstarfa - á alþjóðavettvangi, sem og í nærumhverfi klúbbanna
  • Rótarý stendur fyrir mikilvægum verkefnum í nærumhverfi sínu - með fjárframlögum og sjálfboðaliðastarfi
  • Virðing, samkennd og vinátta einkennir starf innan Rótarý
  • Rótarýstarf er fræðandi og skemmtilegt
  • Rótarýstarf í heiminum hefur vaxið og blómstrað í 120 ár - afmæli, sem vert er að minnast 
  • Rótarý hefur verið sterkt á Íslandi í um 90 ár
  • Það er gaman í Rótarý

Við erum stollt af 120 ára starfi Rótarý í heiminum

Það er og á að vera gaman í Rótarý