Jón Karl Ólafsson
Rótarýdagurinn verður haldinn hátiðlegur þann 23. febrúar n.k. og við vijum nýta daginn til að kynna starfsemi Rótarý. Þessi dagur markar 120 ára afmæli Rótarýstarfs í heiminum, því að fyrsti Rótarýfundurinn var haldinn að frumkvæði Paul Harris þennan dag árið 1905.
Umdæmið mun reyna að kynna starf Rótarý í fjölmiðlum í kringum Rótarýdaginn. Það er þó gert ráð fyrir, að klúbbar og félagar í þeim muni að mestu sjá um framkvæmd á kynningum og viðburðum í nærumhverfi sínu í kringum daginn.
Það er rétt að hafa eftirfarandi í huga, þegar dagurinn er skipulagður og kynntur:
Við erum stollt af 120 ára starfi Rótarý í heiminum
Það er og á að vera gaman í Rótarý