Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi

fimmtudagur, 13. júní 2024 10:00-15:00, Golfvöllur Kiðjabergi
Vefsíða: https://maps.app.goo.gl/ZnYwLZxHGBPZTAUy5
Skipuleggjendur:
  • Davíð Stefán Guðmundsson

Fimmtudaginn 13. júní verður golfmót Rótarý haldið á hinum fallega Kiðjabergsvelli. Mótið er vel sótt enda frábært tækifæri til að hitta félaga úr öðrum klúbbum.

Keppnin er punktakeppni með forgjöf, en auk þess fer einnig fram keppni um besta skor eintaklinga án forgjafar og keppni milli klúbbanna. 

Aðalkeppni er þríþætt:

  1. Punktakeppni allra þátttakenda með forgjöf - Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti karla og kvenna. Hámarks forgjöf karla er 24, en hámarks forgjöf kvenna er 28.
  2. Höggleikur allra þátttakenda án forgjafar - Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Farandbikar fyrir lægst skor án forgjafar. 
  3. Klúbbakeppni þar sem skor tveggja bestu rótarýfélaga í hverjum klúbbi telja - Verðlaun fyrir sigursveitina og farandbikar. Í þeirri keppni telur punktafjöldi tveggja bestu spilara hvers klúbbs.

Ræst verður samtímis út á öllum teigum klukkan 11:00. - Mæting í golfskála klukkan 10:00.

Einnig verða veitt nándarverðlaun sem og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg.

Makar og gestir eru hjartanlega velkomnir í mótið, en aðeins meðlimir Rótarý telja í klúbbakeppninni.

Í ár er það Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg sem stendur fyrir mótinu.

Mótsgjald er óbreytt frá því í fyrra, 10.500 krónur. Innifalið í því gjaldi er gómsæt súpa, brauð, kaffi og kökubiti.

Skráning fer fram í gegnum golf.is.
Þegar skráningu þar er lokið þarf að senda tölvupóst á gkb@gkb.is til að skrá í hvaða rótarýklúbbi viðkomandi leikmaður er.

Æskilegt er að félagar og makar skrái sig sem fyrst þar sem það auðveldar skipulagningu mótsins.

Við skráningu þarf að koma fram nafn rótarýklúbbs og forgjöf viðkomandi þátttakanda.

ATH. Til að panta golfbíl hafið samband við gkb@gkb.is. Viðkomandi þarf að fá staðfestingu frá starfsmanni GKB til að vera viss um að hafa frátekinn golfbíl.

Frekari upplýsingar veita:

  • Davíð Stefán Guðmundsson - 849 1000
  • Sólveig Pétursdóttir - 863 9996