Sæl öll.
Minni á fundinn á fimmtudaginn 28. nóvember, á hefðbundnum stað og tíma.
Það er frjáls fundur, en líklegt er að jóalundirbúningurinn komi tals.
A.m.k. mun þátttökulisti fyrir jólafund sem ráðgerður er föstudaginn 13. desember, verða látinn ganga.
Kvæði kvöldsins flytur Haukur Sigurðsson í starfsþjónustunefnd.
Eftir fund með vertinum, þar sem við komu okkar sjónarmiðum á framfæri þurfum við að ná yfir tilkynningar þeirra sem ekki mæta á fundi.
Hefur því verið ákveðið að prufa neðangreint verklag:
Reiknað verður með að hópurinn sé 19 manns og að allir mæti.
Það er auðvitað ekki raunhæft, en þeir sem ekki mæta þurfa að láta Sigurpál stallar vita fyrir hádegi á fimmtudag að þeir komi ekki.
Þegar hann hefur fjölda þeirra sem ekki mæta (í hádeginu á fimmtudag) kemur hann skilaboðum til Hallarinnar og þau útbúa mat fyrir uþb. Þann fjölda sem stallari gefur upp.
Þetta er nú ekki flókið en krefst þess að fólk muni eftir að láta vita, sem ég vona að verði.
Síminn hjá stallara er 660-2272, tölvupósturinn er sigurpallgunnarsson@gmail.com og svo er hann á facebook. (Símtal – SMS-tölvupóstur-skilaboð á Messenger.)
Vona að þetta komist allt til skila.
Rótarýkveðkur. K.Haraldur Forseti.