Hátíðartónleikar Rótarý verða haldnir í Salnum í Kópavogi klukkan 17:00 þann 1. mars n.k. Þessir tónleikar eru á vegum Tónlistarsjóðs Rótarý og rennur allur ágóði af tónleikum í Tónlistarsjóðinn. Rótarýklúbbur Reykjavíkur sér um framkvæmd tónleikanna og er félagi okkar, Kjartan Óskarsson framkvæmdastjóri tónleikanna.
Tilgangur Tónlistarsjóðs er að veita ungu tónlistarfólki, sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tómlitar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Slíka viðurkenningu skal veita árlega og tilkynna um hana á Hátíðartónleikum R'otarý. í fyrsta sinn í janúar 2004.
Við treystum á Rótarýfélaga að koma á tónleikana og styrkja þannig frábært verkefni, sem við getum verið mjög stollt af. Boðið verður uppá frábær tónlistaratrði frá verðlaunahöfum og fleirum og það verða einnig létta veitingar í boði í hléi.